fimmtudagur, júní 05, 2008

í alvörunni krakkar, skrifið nú hjá mér gleðikomment, ég er í þannig vinnu að það er nauðsynlegt.

Gull-glamúr-megakvöld í gær.

*Væmni parturinn* Ohhh ég elska þessar stelpur af öllu mínu hjarta. Þær eru completely amazing. Ég gæti ekki átt betri vinkonur, ekki séns í veröldinni. Magnað að vera hluti af hóp sem heldur svona þétt utan um hvor aðra sama hvað bjátar á. Alltaf skulum við standa saman.
Við erum búnar að skipuleggja sumarið allt.

Ég er alltí einu farin að fá rómantískan ruslpóst á gmailið mitt sem mér finnst mjög fyndið. Síðan ég fékk netfangið hefur hrannast þarna inn ruslpóstur í spam hólfið eins og enginn sé morgundagurinn. Ég kíki nú reglulega í hólfið og tékka hvort eitthvað hafi óvart læðst með öllu ruslinu og tek eftir því að það er alltaf eitthvað þema í gangi. Það hefur verið allt milli himins og jarðar, garðyrkja, penis enlargements, brjóstastækkanir, how to please your man og svo framvegis. Í flestum tilfellum meira en lítið dónalegir póstar. Núna er komið nýtt þema og sendanda netföngin eru ekki lengur með fyrirækjanöfnum og allt í einu er þetta orðið voða rómó. "You are the love of my life" var fyrsta subjectið sem blasti við mér í morgun og svo fleiri eins og "you hold my heart forever" allskonar fyndið.

Æj já, hvað eigum við að gera um helgina?