miðvikudagur, október 29, 2008

Bubbi síðan handleggsbrotnaði og öllu tónleikahaldi frestað svo ég er fyrir löngu síðan hætt að láta þetta fara í taugarnar á mér.

Það er allt á bólakafi í snjó á Akureyri, ég virðist hins vegar ekki geta metið hvaða leiðir er best að fara í snjófarganinu. Fór til Monu vinkonu í gær, þetta er ekki flókin leið, bara yfir götuna og meðfram blokkinni við hliðiná og svo niður smá brekku. Það sem ég gerði mér hinsvegar ekki grein fyrir var að skaflarnir sem myndu kannski ná fullvaxta karlmanni uppað kálfa, ná mér auðvitað upp að mitti, ég sökk í snjóinn alveg bara... og datt í brekkunni og festist í skaflinum... kom svo í hurðina hjá Monu með snjó uppí klof. Ég þarf að finna mér betri leið...

Fórum í bíó í gær og hlógum svo mikið.