fimmtudagur, október 23, 2008

Ég er svo reið eitthvað þessa dagana og leyfi svo ægilega mörgum hlutum að fara mikið í taugarnar á mér.
Nýjasti pirringurinn tengist þessari frétt sem birtist í dag á mbl.is. Þar segir frá krepputónleikum sem Bubbi og fleiri tónlistarmenn ætla að slá til í Laugardagshöll á næstunni. Þar er Bubbi að leita styrkja til að halda tónleikana og getur þess að ókeypis verður á tónleikana. Hann ætlar líka að halda tónleika á landsbygðinni, Akureyri, Húsavík, Dalvík, Sauðarkróki og Reykjanesbæ (það vantar nú stóran hluta landsbyggðarinnar í þennan pakka en jæja...) nema þar er sko aldeilis ekki ókeypis á krepputónleika heldur kostar miðinn 2000 krónur. Eins og ég skil fréttina ætlar hann að halda landsbyggðarkonserta til þess að safna peningum fyrir stóru ókeypis krepputónleikana í laugardalshöll.

Mér reiknast því að við "landsbyggðarfólkið" erum að fara að borga ókeypis krepputónleika fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisin. Og það fer í taugarnar á mér!